Landslagsarkitektar Landform hafa víðtæka reynslu af hönnun og skipulagi og fagnaði teiknistofan 25 ára starfsafmæli árið 2019.

Skipulagsmál eru stór þáttur í starfsemi stofunnar, hvort heldur er gerð aðalskipulags, deiliskipulags eða mat á umhverfisáhrifum. Frá upphafi hefur Landform komið að gerð margra aðalskipulagsáætlana fyrir sveitarfélög sem allar hlutu lögbundna staðfestingu.

Landform sinnir deiliskipulagsgerð bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Sem dæmi má nefna fjölmenn íbúðar- og atvinnusvæði, ferðamannastaði í byggð og á hálendi Íslands, frístundabyggðir, íþróttasvæði, hesthúsahverfi, bújarðir o.fl. Deiliskipulagsgerð kemur inn á svið allra fyrirhugaðra framkvæmda og er verkefnaval afar fjölbreytt. Við skipulagsgerð er unnið í nánu samstarfi við einstaka verkkaupa á grunni náttúrufarslegra, félagslegra og menningarlegra forsendna.

Landform hefur sinnt margvíslegum hönnunarverkefnum síðasta aldarfjórðunginn. Við lausn þeirra er lögð áhersla á sjálfbæra hugsun þar sem vistfræðilegur fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi sem og blágrænar ofanvatnslausnir. Áskoranir eru oftast af ólíkum toga, áhersla er lögð á aðgengi, tengsl staðar við sögu og að hið fagurfræðilega sé ætíð í forgrunni. Samráð, frumdrög, fullnaðarhönnun, útboðs- og samningsgögn, magntaka, kostnaðargreining og verkáætlanir eru allt hluti af hönnunarstörfum stofunnar vegna verklegra framkvæmda.

Hluti af starfsemi Landform lýtur að landupplýsingum, kortagerð, úttektum og greiningu landsvæða víðsvegar um land. Stofan tekur auk þess þátt í samkeppnum og hefur á undanförnum árum hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.

Landform sinnir öllum verkefnum sínum með óskir verkkaupa í fyrirrúmi þar sem starfsmenn leitast við að laða fram hagkvæmar og metnaðarfullar lausnir í landslagsarkitektúr.

Privacy Preferences

When you visit our website, it may store information through your browser from specific services, usually in the form of cookies. Here you can change your Privacy preferences. It is worth noting that blocking some types of cookies may impact your experience on our website and the services we are able to offer.

Click to enable/disable Google Analytics tracking code.
Click to enable/disable Google Fonts.
Click to enable/disable Google Maps.
Click to enable/disable video embeds.
Vefsíðan okkar notar vafrakökur, aðallega frá þjónustum þriðju aðila. Endilega skilgreindu persónuverndarstillingar þínar og leyfðu notkun þeirra ef þú vilt. Eða ekki..