SOLVANGUR
Hafnarfjörður
Hafnarfjarðarbær
Lóðarhönnun við nýtt hjúkrunarheimili Sólvangs í Hafnarfirði. Byggð voru 60 ný hjúkrunarrými við hlið núverandi heilsugæslu og eldri Sólvangs. Húsin tengdust öll saman svo huga þurfti að mörgum ólíkum viðfangsefnum. Á hluta lóðarinnar var varðveitt hraunlandslag sem einkennir Hafnarfjörð og sérvalin hraunmöl var víða nýtt í yfirborðsfrágang. Áhersla var lögð á góða göngutengingu á milli Tjarnarbrautar og Sólvangsvegar og sérstaklega vandað til hennar. Verk unnið í samstarfi við Úti&Inni arkitekta.