GEYSIR
Suðurland
Hótel Geysir
Deiliskipulag og hönnun við Hótel Geysi, einum fjölmennasta ferðamannastað á Íslandi. Eftir húsbruna íþróttaskólans 1986 hefur mikil uppbygging átt sér stað á Geysi undir forystu Más Sigurðssonar heitins og Sigríðar Vilhjálmsdóttur konu hans. Landform hefur sinnt verkefnum við Hótel Geysi frá 1993 og þeim er sjaldan lokið, stöðugt þarf að huga að nýjum úrlausnarefnum á þessum vinsæla stað.
- Fyrirtækjalóð/stofnanalóð