BRAUTARHOLT STÚDENTAGARÐAR
Höfuðborgarsvæðið
JÁverk
Samkeppnistillaga, alútboð á vegum Félagsstofnunar Stúdenta 2014 um byggingu 110 íbúða við Brautarholt. Við hönnun innri garðs var haft að leiðarljósi að hann væri í senn fallegur á að horfa frá efri íbúðum, skjólgóður og notalegur í að dvelja. Aðgengi að innri garði er frá Mjölnis-, Brautar- og Ásholti og mikil áhersla lögð á gott aðgengi milli íbúðablokka. Allir gangfletir milli húsa á jarðhæð eru án hæðamismunar, þrepa eða kantsteins. Allt rigningarvatn, bæði af þökum og yfirborði innan lóðar fer í vatnsrennur og grasivaxnar vatnsrásir í jarðvegssvelgi. Verk unnið í samstarfi við THG arkitekta.
- Fyrirtækjalóð/stofnanalóð
- Samkeppni