Veftré

Get the Flash Player to see this player.
Landform.is
Landform
Hafðu samband
This is a FREE module only from Joomlashack!
Image 5 Title

d
d
 
 

HVERFISSKIPULAG

DSC03209 pano
 

Markmið með hverfisskipulagi Reykjavíkur er heildarskipulag fyrir öll hverfi borgarinnar sem sameinar gildandi deiliskipulagsáætlanir og skilmála fyrir viðkomandi hverfi, í eina skipulagsáætlun.

Hverfisskipulagið felur í sér margþætt samspil umhverfis-, samfélags- og efnahagslegra þátta. Því er ætlað það metnaðarfulla hlutverk að leggja grunn að þróun hverfa borgarinnar til framtíðar með skipulagslausnum, framkvæmdum og öðrum aðgerðum á vistvænum forsendum.

Í upphafi fór fram ákveðið rýni þar sem í ljós kom hvað sameinar ólík hverfi og hverfiseiningar (húsgerðir, byggðamynstur, götumyndir ofl.) Við gerð skilmála innan hverfiseininga verður horft til ákvæða Aðalskipulags Reykjavíkur, í hverju hverfi fyrir sig.

Undirbúningur skipulagslýsingar hófst vorið 2013 og stóð yfir í hálft annað ár. Haldnir voru fjölmargir vinnu- og samráðsfundir með íbúum í öllum hverfum borgarinnar undir yfirskriftinni „Gerðu hverfinu þínu gott“ þar sem fundargestir settu fram hugmyndir sínar.

Með hverfisskipulaginu mun íbúum á einfaldan hátt gert kleift að sækja um breytingar á eigin húsnæði innan ramma viðkomandi hverfis án þess að fara þurfi í kostnaðar- og tímafrekar breytingar á skipulagi.

Borgin skiptist í 10 hverfi og var unnin skipulagslýsing á 8 þeirra. Landform tilheyrði ráðgjafateymi sem kallaði sig Genius Loci og vann að borgarhlutanum Laugardal. Náði hann til Skeifunnar, Voganna, Kleppsholts og Laugarness, allt frá fæti Ártúnsbrekku að Hlemmi. í teyminu störfuðu Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson hjá Stofunni arkitektar, Hjördís Sigurgísladóttur og Dennis Jóhannesson frá Arkitektar Hjördís & Dennis ehf og frá Landform Svanhildur Gunnlaugsdóttir og Oddur Hermannsson landslagsarkitektar.

Hverfisskipulagið er tímamótaverkefni sem ekki hefur verið gert áður í skipulagssögu á Íslandi.  


Verkkaupi: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Sjá fleiri myndir

 
English
Hafðu samband
d
d


d
d